Skemmtilegar pælingar

Eftir lestur Eiríks sögu rauða hef ég verið að velta því fyrir mér hvað þeir gerðu við indíánabörnin sem þeir tóku með sér og kenndu íslensku. Þetta var að mig minnir í sömu ferð og þeir fundu einfætingalandið, þ.e. land þeirra sem eru einfættir. Ég var reyndar mjög skeptískur á þennan fund eins og gefur að skilja en eftir að ég fann greinar um ýmsa þjóðflokka indíána Norður Ameríku finnst mér eins og ég hafi fundið skýringuna á þessu. Blackfoot þjóðflokkurinn átti það til að mála fætur dýra og manna. Annan fótinn rauðan og hinn svartan. Hvernig lítur einstaklingur út í fjarlægð sem hleypur inn í skóginn málaður á þennan hátt. Ég er ekki frá því að fyrir mörgum geti hann litið út sem einfættur! :-) Blackfoot þjóðflokkurinn er frá Delaware, fyrir sunnan New Jersey en það er u.þ.b. svo langt sunnarlega sem ég hef heyrt að talið sé að leiðangrarnir frá Grænlandi voru.

Það er margt í Íslendingasögunum sem virkar við fyrstu sýn eins og algert bull en oftast á það sér eðlilegar skýringar. Ég er því á þeirri skoðun að við eigum að trúa upplýsingum um landafundi og indíána sem hafa verið fluttir til okkar heima.


mbl.is Amerískir indíánar til Íslands árið 1000?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gos?

Mikið af skjálftum og einnig órói.
Ætli við fáum nýja eyju? Í sögum frá landnámi voru stundum eyjur á svæðinu sem hurfu jafn harðan.
mbl.is Skjálftar við Eldey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum þá sem vilja vel!

Það sér hver heilvita maður eftir þessar niðurstöður að fólk er orðið langþreytt á hagsmunapólitík fjórflokkanna. Einkavinavæðingar og framapot og klifur upp metorðastiga flokkanna hafa ekki skilað neinu nema fyrir flokkamaskínurnar sjálfar. Fáránlegt hvernig slagsmál um völd í borginni á líðandi kjörtímabili gat spillt fyrir góðum málum og kostaði okkur mikið. Mín skoðun er einfaldlega að flokkamaskínan sem slík er úrelt fyrirbæri og við eigum að snúa okkur alfarið að persónukosningum. Fyrirbærið sem slíkt þekkist hér á landi í sveitastjórnarkosningum og þarf í raun ekki að gera annað en að allir flokkarnir komi sér saman um að sleppa því að skila inn lista. Þá segja lögin að allir séu í framboði og þá er hægt að kjósa einstaklinga.
Að mínu mati er ekkert vitlausara að kjósa Jón Gnarr og það fólk sem er með honum á lista heldur en afdankaða pólitíkusa sem hugsa um eigin hag. Það á auðvitað að kjósa fólk sem vill vel! Það er fyrir öllu.
mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikaraskapur til að styrkja bankana

Er ekki kominn tími til að hætta að styrkja bankana og huga að fólkinu í landinu. Reglur um að þurfi að skila svo og svo miklum árangri til að fá námslán frá LÍN eru eingöngu til þess fallnar að styrkja bankana í landinu.
Það sem reglurnar um lán EFTIR að hafa skilað árangri hefur í för með sér er einfaldlega það að nemendur þurfa að taka lán í bankanum sínum til að framfæra sér og sínum þar til að námsárangurinn kemur í ljós. Eðlilegra væri að lána strax og hætta þessu tvöfalda kerfi. Ef hins vegar sá árangur næst ekki sem þarf þá á auðvitað að gjaldfella lánið.
Þetta tvöfalda kerfi er bara til að flækja hlutina, auka við lántökukostnað og til að styrkja bankana! SVEI!

mbl.is Nemendur ljúki 60% fulls náms til að fá lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega 60m dýpi!

Mesta dýpi á jörðinni held ég að ég hafi heyrt einhver tímann að væri nálægt 10km. Þetta er því augljóslega einhver innsláttarvilla.

mbl.is Flóðbylgjuviðvörun í Indónesíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur ragnar í heyranda hljóði

Ólafur Ragnar mátti ekki segja orð um Kötlu í gær.
Er þetta ekki bara sannleikurinn og við þurfum aldeilis að auglýsa að það sé óhætt að vera á Íslandi þrátt fyrir öll þessi gos sem bíða í röðum!

mbl.is Nýtt eldgosaskeið að hefjast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt á milli

Það vekur athygli mína að í þessu gosi eru 10 km á milli eldstöðva. Þetta er allt sama goskerfið þarna undir en þriðji, fjórði og fimmti gígarnir eru að koma upp 10 km frá fyrstu tveimur. Það er því bæði stutt á milli í tíma og vegalengd.
Í mínum huga táknar þetta bara eitt að allt svæðið þarna undir getur farið að gjósa hvenær sem er. Þá er náttúrulega sérstaklega hættulegt ef þessi kvika nær að tendra upp í súrum kvikuhólfum sem eru þarna líka en þá verða miklar sprengingar.

mbl.is „Stórflóð við Þorvaldseyri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki aldeilis búið - ég myndi rýma svæðið STRAX

Einmitt!
Ég á nú von á því að það byrji aftur í nótt! Svo virðist vera sem kvikan sé allan tímann búin að vera á leiðinni upp jökulinn miðjan og aðeins smá spýjur hafi komið þarna á hálsinum. Einnig sést virkni upp eftir Mýrdalsjökli og ef heita kvikan nær að snerta súru kvikuhólfin þar þá má búast við að tappann fjúki úr flöskunni!
mbl.is Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að vera snöggur

Eins gott að vera í startholunum að koma sér strax burtu ef eykst meir í ánum!
Katla er farin að hrista sig og við þekkjum söguna. Bara spurning um hvenær hún sprengir af sér.
mbl.is Beinist að Hvannárgili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband