Kjósum þá sem vilja vel!

Það sér hver heilvita maður eftir þessar niðurstöður að fólk er orðið langþreytt á hagsmunapólitík fjórflokkanna. Einkavinavæðingar og framapot og klifur upp metorðastiga flokkanna hafa ekki skilað neinu nema fyrir flokkamaskínurnar sjálfar. Fáránlegt hvernig slagsmál um völd í borginni á líðandi kjörtímabili gat spillt fyrir góðum málum og kostaði okkur mikið. Mín skoðun er einfaldlega að flokkamaskínan sem slík er úrelt fyrirbæri og við eigum að snúa okkur alfarið að persónukosningum. Fyrirbærið sem slíkt þekkist hér á landi í sveitastjórnarkosningum og þarf í raun ekki að gera annað en að allir flokkarnir komi sér saman um að sleppa því að skila inn lista. Þá segja lögin að allir séu í framboði og þá er hægt að kjósa einstaklinga.
Að mínu mati er ekkert vitlausara að kjósa Jón Gnarr og það fólk sem er með honum á lista heldur en afdankaða pólitíkusa sem hugsa um eigin hag. Það á auðvitað að kjósa fólk sem vill vel! Það er fyrir öllu.
mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 473

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband