Óeirðir - Mótmæli

Það eru nokkrar vikur síðan ég ætlaði að fara niður í bæ að taka þátt í mótmælunum en um leið og ég heyrði að fólk væri að kasta eggjum og fleira smálegu í átt að lögreglunni vildi ég ekki taka þátt í því. Ég þoli engan veginn að lögreglan skuli lenda fyrir barðinu á misvitrum almenningi og vill ekki fyrir nokkra muni láta bendla mig við slíka svívirðu.
Í gærkvöld vildi ég samt sýna stuðning í verki með því að mæta á svæðið með lúðrablæstri og hrópum.
Því miður þá var hópur manna sem grýtti málningu og alls kyns óþverra í Alþingishúsið. Ef það hefði bara verið Alþingishúsið þá væri það kannski sök sér þótt svo ég sé 100% á móti því að eyðileggja eigur lýðveldisins. Því miður horfði ég upp á það að það var ekki endilega verið að reyna að hitta húsið heldur var kastað beint í lögregluna og einnig sú svívirða að hrækja að lögreglumönnum.
Eftir að horfa upp á þetta ákvað ég að fara heim. Ég bara einfaldlega get ekki verið hluti af þessu þegar mótmælendur og óeirðarseggir eru samankomnir.
Þegar það er sagt að ofbeldi ríkisstjórnarinnar réttlæti ofbeldi gegn lögreglumönnum þá er það einfaldlega veruleikafyrrt fólk.
Ég veit það að ef lögreglan gæti fært óeirðarseggina í burt þá gætu mun fleiri mótmælendur mætt á svæðið til að mótmæla. Ef þetta gengur svona áfram þá munum við missa þann rétt að mótmæla.
mbl.is Tveir lögreglumenn slasaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 485

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband