Erum nú þegar að innheimta gjöld

Við erum nú þegar að innheimta gjöld af ferðamönnum í formi virðisaukaskatts af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Það sem hins vegar vantar að gera er að sjá til þess að hluti af þessari skattheimtu skili sér á þá staði þar sem þeir eru innheimtir til að standa straum af gerð stíga, salernisaðstöðu og upplýsingaskilta. Innheimta á aðgangi að ákveðnum ferðamannastöðum hefur í för með sér mikið utanumhald og kostnað.

Ef við ætlum að innheimta sérstakan skatt þá erum svo heppin að búa á eyju þar sem það hlýtur að vera þægilegast að taka gjald við komu til eyjarinnar í höfnum og flugvöllum. Það að hafa fólk til að innheimta á hverjum stað fyrir sig mun aldrei skila sér nema fyrir rekstrinum sjálfum og varla það.

Þá er umhugsunarefni hvort ekki ætti að afnema endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Það hefur einnig verið skoðun mín að það sé mjög ósanngjarnt að Íslendingar sem koma til landsins þurfi ekki að greiða gjöld af þeirri vöru sem þeir kaupa erlendis. Hvaða réttlæti er í því að þeir sem hafa ekki efni á því að fara til útlanda þurfi að borga skatta og gjöld af innfluttri vöru meðan þeir sem flakka á milli landa þurfa þess ekki?

 

 


mbl.is Gjaldtaka á ferðamenn skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 494

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband