16.7.2014 | 13:39
Ekki kalla þetta umskurn!
Í greininni er bæði minnst á umskurn og limlestingu. Limlesting eða afskræming kynfæra eru réttu orðin. Forðast ber að nota orðið umskurn um þennan gjörning þar sem það lýsir þessu ekki rétt og er í raun allt of vægt orð. Þessi limlesting er aðallega þrenns konar, 1.stig er að skera burtu sníp, 2.stig að skera burtu innri kynfæri og 3.stig er að skera einnig burtu skapabarma og sauma fyrir allt nema skilja eftir smá op fyrir þvag og blæðingar. Það þarf síðan að skera aftur til að viðkomandi geti átt börn.
Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Female_genital_mutilation
Krefjast þess að fá að umskera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tengslasafn
Ýmislegt
-
Uppáhaldsmyndir
Uppáhalds myndirnar mínar
Flickr Uppáhald -
Náttúra
Uppáhalds náttúru myndirnar mínar
Flickr Gunnsi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega. Og þúsund þakkir fyrir þetta. Má minna á að á miðöldum lét kaþólska kirkjan í Evrópu myrða gyðinga, tugum þúsundum saman, fyrir að umskera sveinbörn sín. Slík umskurn er ekki hættuleg og hefur sjaldnar aukaverkanir en að gata eyru stúlkubarna, en að gata eyru barna sem getur aftur á móti valdið HIV sýkingu og hefur gert og þó reynir enginn að banna það. Múslimar eru um 1/4 mannkyns og þeir kjósa að umskera sína drengi. Það gera líka margir kristnir Miðausturlanda- og Afríkubúar, breska konungsfjölskyldan og háaðallinn og fjöldi Bandaríkjamanna, en fleiri Bandaríkjamenn eru umskornir en ekki. Þar til nýlega voru allir breskir hermenn umskornir. Það er í lagi að hafa skoðun á umskurn drengja, en að vilja banna hana þegar leyft er að gata eyru barna og fleira mun hættulegra, það er menningarleg kúgun og yfirgangur, heimsvaldakomplex og þess konar hroki hvíta mannsins sem mun fyrr eða síðar valda hatri allrar heimsbyggðarinnar á honum, ef hann fer ekki að læra að lifa í friði með öðru fólki. Að líkja þessum tveimur siðvenjum saman er eins og að líkja því saman að leika rússneska rúllettu með mann og gelda hann um leið, sem er það sem umskurn kvenna er (fjölmargar örkumlast fyrir lífstíð...og þó þær séu áfram frjóar geta þær ekki notið kynlífs, eða að tattúera hann eins og er siðvenja hundruða ættbálka um veröld alla.
Steinn (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 14:25
Trúfrelsi er á Íslandi samk. Stjórnarskránni, en Stjórnarskráin setur trúfrelsinu ákveðin skilyrði, samanber t.d. 63.gr og 65. gr. Stjórnarskrárinnar,og þau trúarbrögð, sama hvaða nafni þau nefnast, sem leifa svona viðbjóð(þetta er ekkert annað en limlesting á líkama unglingstúlkna) á skilyrðislaust að Banna á Íslandi, og nú verður að taka umræðu um, hvaða trúarbrögð starfa ekki hér á landi innan þess ramma sem Stjórnarskráin setur fyrir trúfrelsi á Íslandi.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 18:24
Trúarbrögð mega ekki samk. Stjórnarskrá kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði, eða alsherjarreglu.
Viðbjóður eins og limlesting unglingsstúlkna, barnagiftingar,heiðursmorð, kúun kvenna, shari-lög sem leifa handarmissi fyrir þjófnað,og fjölkvæni,geta seint talist gott siðferði, og vera innan alsherjarreglu.
Því er ekkert annað að gera en að banna þessi trúarbrögð á Íslandi.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.