Saga samskipta Breta og Íslendinga

Sauðasala til Bretlands 1896
Sauðasalan til Bretlands hófst um 1865 og náði hámarki á árunum 1884-1890. Peningar streymdu til landsins og örvuðu önnur viðskipti. En árið 1896, sama ár og suðurlandsskjálftinn reið yfir, var sett innflutningsbann á lifandi sauðfé í Bretlandi. Engin aðlögun þar og auðvitað á versta tíma fyrir Íslendinga. Við lærðum þó af þessu, litum yfir hafið til Dana og sáum hvernig þeir fóru að í smjörgerð og eftir það vænkaðist hagur á ný.

Stríðsárin 1940 - 1945
Þótt svo að margir Íslendingar hafi verið ánægðir að Bretar hafi hertekið landið frekar en Þjóðverjar þá breytir það því ekki að þessi aðgerð er fyrst og fremst fyrir þá sjálfa. Aðal uppbygging á Íslandi hófst rétt fyrir þann tíma og hélt áfram fram yfir stríð. Enda ein af fáum þjóðum heims sem gat talað um stríðsgróða.

Fyrsta þorskastríðið 1948 - 1956
Fyrsta varð þegar landgrunnslög voru gerð 1948, og landhelgin var færð út í fjórar mílur. Það vakti hörð viðbrögð hjá mörgum þjóðum að ekki var lengur hægt að stunda togveiðar innan fjögurra mílna marka og var sett löndunarbann á Íslenskan fisk í Englandi. Mótmæli bárust einnig frá Belgíu, Frakklandi og Hollandi. Þann 15. nóvember 1956 var svo gerður löndunarsamningur milli Breta og Íslendinga og var þar með fiskveiðideilunni lokið í það skiptið.

Annað þorskastríðið 1958 - 1961
Þann 24. maí 1958 tilkynnti Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra að landhelgin kringum Ísland skyldi færð út í 12 mílur. Bretar mótmæltu þessari ákvörðun mjög og sendu herskip á Íslandsmið. Þar á meðal freigátuna HMS Russel en skipherra freigátunnar hafði sig mjög í frammi og sakaði meðal annars skipherra varðskipsins Ægis um að hafa reynt að sigla freigátuna í kaf. Mótmæli vegna yfirgangs Breta voru haldin í Reykjavík, en deilunni lauk með samningi milli Íslendinga og Breta árið 1961. En þetta reyndist bara vera skammgóður vermir á deilu þjóðanna.

Þriðja þorskastríðið 1970 - 1973
Þann 15. febrúar 1970 ákvað ríkisstjórn Íslands að færa út landhelgina enn frekar og í þetta skiptið út í 50 mílur. Ekki stóð á viðbrögðum Breta og voru herskip og dráttarbátar send á Íslandsmið til verndar breskum togurum. Átökin versnuðu stöðugt og hófu bresku dráttarbátarnir ásiglingar á íslensku varðskipin. Þann 5. september 1972 voru togvíraklippunum beitt í fyrsta skipti og var það Ægir sem halaklippti breska síðutogarann Peter Scott. Eftir hörð átök var samið um vopnahlé þann 13. nóvember árið 1973. En það stóð stutt.

Fjórða þorskastríðið 1975 - 1976
Íslenska ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum að landhelgin skyldi færð út enn frekar og í þetta skipti í 200 mílur. Og þann 15. október 1975 tóku nýju lögin gildi. Bretar mótmæltu að venju hástöfum og neituðu að samþykkja útfærsluna og þann 16. nóvember 1975, aðeins sólarhring eftir að lögin tóku gildi, varð breski togarinn Primella frá Hull fyrir togvíraklippunum. Deilurnar voru nú komnar á háskalega braut og beittu Bretar bæði dráttarbátum og freigátum til ásiglinga á íslensku varðskipin sem aftur á móti voru óþreytandi við að klippa aftan úr bresku togurunum. En eftir fund þjóðanna í Ósló þann 23. maí árið 1976 náðust loks samningar og lauk þar með þorskastríðinu í júní sama ár.

Bretar mótmæltu í hvert einasta skipti stækkun landhelginnar þegar Íslendingar áttu í hlut en höfðu sig lítið frammi þegar aðrar "máttugri" þjóðir höfðu gert það árin á undan sbr. Rússar.

Hryðjuverkalög sett í Bretlandi 8. október 2008 á Ísland.
Ástæðan er án efa til að knésetja "of stóra banka" á Íslandi en seðlabankastjórar nágrannaríkja okkar voru búin að halda því fram að bankakerfið á Íslandi væri of stórt. Of stórt fyrir hvað? Of stórt til að halda uppi 330 þúsund manna þjóð? Of stórt til að halda 70 þúsund manns í vinnu í UK? Nei, líklega var það bara of stórt fyrir egóið. Íslendingar gerðu nákvæmlega það sama og aðrar þjóðir í "uppsveiflunni", skuldsettu umfram ábyrgðir en vantaði það sem aðrir seðlabankar t.a.m. seðlabankar norðurlandanna fengu nokkrum dögum fyrir hrunið, nefnilega ábyrgðir frá seðalbanka USA og EB. En við vorum með "of stóra" banka til að þess að fá þetta. Fyrir vikið þarf að selja allar okkar eignir erlendis á brunaútsölum til að bjarga því sem bjargað verður. Í raun er þetta stríð, ekki landvinninga, heldur eigna og peninga því það er verið að stela eignum okkar erlendis með því að þvinga fram sölu.

Spurning hversu mikið á að treysta á að vera í viðskiptum við þessa "bandamenn" okkar í framtíðinni. Við þurfum helst að líta til þeirra landa í kringum okkur sem minnst hafa lent í vandræðum og sjá hvað við getum lært af þeim. Það kæmi mér ekki á óvart að fyrirmyndirnar séu þær þjóðir sem hafa reynt í gegnum tíðina að vera sjálfum sér nógar, hafa einhver innflutningshöft til að renna stoðum undir þá atvinnuvegi sem eru nauðsynlegir þegar markaðir erlendis lokast.
Einnig tel ég að ef við viljum ekki að almenningur hér flýji land þá verðum við að afnema verðtryggingu lána. Mér óar við því að fara að horfa á lánin mín margfaldast á sama tíma og vöruverð hækkar, íbúðaverð lækkar og launin standa í stað. Þetta þarf að gerast strax til að koma í veg fyrir "útsog".


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Magnúsdóttir

Góð samantekt, en það má ekki gleyma landhelgisdeilunum þegar firðir voru þveraðir og veiðar annarra en þegna Danakonungs voru bannaðar. Þá reyndi Hannes Hafstein að stöðva landhelgisbrot Breta í Dýrafirði, þar sem þrír menn drukknuðu. Mig minnir að það hafi verið 1899, og samningum lauk 1901.

Þóra Magnúsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband