Fjölmiðlafár

Undanfarið hafa fjölmiðlar blásið upp kreppuna svo mikið að hún lendir í bakinu á þeim sjálfum.
Þegar allir tala um kreppuástand og að allt sé að fara fjandans til þá fara allir að halda að sér höndum. Þegar við svo öll höldum að okkur höndum þá stöðvast hjól atvinnulífsins og alvöru kreppa skellur á. Ég er ekki með þessu að segja að það sé ekki kreppa, ég er heldur ekki að segja að við eigum að eyða um efni fram, ég tel það skipta mestu máli að halda ótrauð áfram. Ekki nota tækifærið nú til að hagræða í rekstri þannig að það bitni á launafólki. Það finnst mér lélegur pappír þegar mörg fyrirtæki nota sér kreppuna til að segja upp fólki til þess eins að ráða ódýrara starfsfólk seinna. Því af nógu er að taka. Úrvalið eykst með degi hverjum.
Það er auðvelt reikningsdæmi að ef við höldum áfram að selja okkar vinnu og kaupa af öðrum að sami hundraðkallinn marg nýtist. Ef aftur á móti hundraðkallinn er tekinn úr umferð með því að fólk haldi að sér höndum þá verður það engum til góðs.
Höldum því áfram eins lengi og við getum að lifa eðlilegu lífi.
Við þessu er einnig að bæta að fjölmiðlamenn hafa talað um að almenningur sé brjálaður út í hina og þessa útrásarmenn eða stjórnmálamenn. Þetta er bara ekkert rétt. Almenningur er reiður út í ástandið og það hjálpar engum að vera að benda út í loftið til að elta uppi sökudólga.


mbl.is Starfshópur fjalli um stöðu fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband