Ekkert umboð

70% þjóðarinnar eru 70% þjóðarinnaer en það breytir því ekki að svona fundur hvort sem á honum eru 2.500 manns eða 10.000 manns þá hefur hann bara alls ekkert umboð til að gera eitt né neitt. Ég er á því að það eigi að kjósa í vor en það er alveg rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að segja að fundurinn geti ekki talað fyrir hönd þjóðarinnar.

Að halda öðru fram er í raun jafn vitlaust og þegar sendinefnd frá múslimaríki nokkru kom í heimsókn til alþingis Íslendinga fyrir nokkrum árum og þeir voru spurðir af hverju konur þar í landi hefðu ekki kosningarétt. Svarið var einfalt. Það var fellt í lýðræðislegri kosningu. Það sást greinilega að næstum allir (ég sá bara eina hönd upprétta á móti) þarna voru á því að kjósa strax og bara það segir okkur að þetta var ekki þverskurður af þjóðinni því skv. skoðanakönnunum ættu það að vera 70%.

Fundurinn í gær var ágætur um margt en ég var frekar ósáttur með fundarstjórnina. Þarna töluðu frummælendur allt of lengi. Spurningum var hrúgað á stjórnmálamennina og þeim gefinn allt of knappur tími til að svara. Fundarstjóri var með frammíköll þegar var verið að svara spurningum og reyndi með því að gera lítið úr svörunum.

Batnandi fólki er best að lifa og er það að mínu mati niðurstaða fundarins. Við verðum að vera bjartsýn á framhaldið og að alþingismönnum og almenningi verði leyft að fylgjast betur með.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég er alveg sammála þér - og Ingibjörgu Sólrúnu - að salurinn endurspeglaði mig ekki því ég vil ekki heldur kosningar núna í vetur. Fundurinn var þokkalega góður - en ég er sammála þér með að frummælendur hefðu mátt stytta mál sitt - og konan sem eyddi alltof miklum tíma í að tala um eldhúsið sitt, uppvaskið, veislur og að fara út með ruslið - hefði alveg mátt sleppa því að tala - og gefa þar með stjórnmálamönnum og öðrum meiri tíma í að tala eða svara.

Vonum bara að næsti fundur verði betri og vonum bara að fólkið í salnum komi með hnitmiðaðri spurningar sem stinga betur - og að svarendur fái meiri tíma í að svara raunverulegum spurningum.

Annars, takk fyrir innlit og kvitt hjá mér - hafðu ljúfan daginn skottið mitt.

Tiger, 25.11.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 506

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband