Hámark efnishyggjunnar

Að láta brenna sig í fagurskreyttum umbúðum fyrir hundruð þúsunda króna er nauðsynlegt til að allir fái nú séð hversu mikill maður hefur verið í lifanda lífi. Þetta er auðvitað ekkert öðruvísi en þegar höfðingjarnir til forna voru brenndir í skipum sínum nema hvað að nú hefði kannski hentað betur að nota bifreið heimilisins.
Mér dettur í hug, svona í ótíðinni, hvort þetta sé ekki góð viðskiptahugmynd að bjóða upp á "fornar" útfarir. Mjög svo atvinnuskapandi. Íslenski viðurinn, kræklóttur sem hann er og ekki nothæfur fyrir margt, gæti nýst vel við smíði brennuskipa. Bátasmiðir fengju loks einhver verkefni. Skipin þyrftu ekkert að vera vönduð, bara vera nokkrar mínútur á floti eða nógu lengi til að líkið brenni nú sæmilega.
Nú þarf bara að afla leyfa og finna góða vík fyrir víkingasiðina.
E.S. Meðan ég man. Þegar ég dey þá vill ég láta grafa mig í ódýrustu kistunni sem fæst á þeim tíma. Má gjarnan vera úr krossvið.
mbl.is Líkkistusvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband