12.1.2009 | 09:59
Ég mótmæli!
Ég mótmæli aðgerðum mótmælenda. Ég mótmæli því að ég þurfi stöðugt að greiða af mínum skattpeningum málningu og þrif eftir mótmælendur. Ég mótmæli einnig öllu ofbeldi mótmælenda hverju sem er verið að mótmæla.
Ofbeldi hefur aldrei í sögu þessa heims getað stöðvað ofbeldi og mun líkast til aldrei gera nema við endum á því að sprengja okkur öll upp.
Ég er sammála því að ofbeldi hafi verið framið af Ísraelsmönnum og allt of margir hafa týnt lífi í aðgerðum þeirra gegn Hamas. Ég er einnig sammála því að Hamas hafi beitt ofbeldi þótt í minna mæli hafi verið. Ég get ekki á nokkurn hátt fordæmt annan hópinn meira en hinn því ég fordæmi þá báða fyrir ofbeldisverk á víxl. Mín skoðun er sú að við eigum að fordæma allt ofbeldi hvar sem það er en við eigum alls ekki að taka afstöðu með öðrum frekar en hinum.
Mótmæla við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tengslasafn
Ýmislegt
-
Uppáhaldsmyndir
Uppáhalds myndirnar mínar
Flickr Uppáhald -
Náttúra
Uppáhalds náttúru myndirnar mínar
Flickr Gunnsi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var ekki Hitler stöðvaður með ofbeldi?
Mikael (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:13
Sammála með ofbeldið. Núna fyrir kl. 10 var einn starfsmaður búinn að þvo þessa vatnsmálningu af. Málningin kostaði 300 kall í Byko. Þetta var hluti af gjörningi sprengjur, reykur, barnalík og slagorð: níuhundruð myrtir ekkert gert.
Annars heyrist mér að þér sé ekki viðbjargandi. Þú vilt líklega að við gefum stjórinni frið til að halda áfram að "bjarga" okkur.
Lifi byltingin
Ingvar Þórisson, 12.1.2009 kl. 10:20
Hvað í ósköpunum heldur þetta pakk að ísland geti gert til að bjarga málunum? Þetta er samansafn vitleysingja sem koma þarna saman og vinna skemmdir á almanna eignum. Lögreglan á að handtaka þetta lið áður en það velur meiri skemmdum.
Gunni (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:00
Borgaraleg óhlýðni. Mótstaða gegn ofbeldi. Sammála þessu tvennu.
Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:20
Það er gott að vita af frelsishetjum eins og þér Gunnar, menn sem eru tilbúnir að berjast gegn gríðarlegum útgjöldum við þrifnað á götum Reykjavíkur. Verst að sömu hugsjónarmenn skuli ekki sjá ástæðu til að mótmæla útgjöldum í vasa auðmanna. Þú talar um ofbeldi. Hvar í þessum mótmælum sem þú gerist svo vitur að blogga um er ofbeldi beitt? Það væri upplífgandi ef þú gætir bent mér á það? Ofbeldið hefur átt sér stað innan veggja Stjórnarráðsins, þar sem örfáir einstaklingar sitja með hagsmuni heillar þjóðar í höndunum, án þess að nokkuð sé gert.
Og annað. Auðvitað eigum við að taka afstöðu gegn þjóðarmorði Írsaelshers. Þótt íslenska ríkið muni aldrei leysa deilurna snýst þetta um táknræna afstöðu, að taka afstöðu gegn drápum á saklausu fólki. Eða snertir það kannski ekkert við þér? Ert þú svona meira þrif og bón týpan?
Flyttu öllum þeim firrtu mínar bestu kveðjur.
Dagur (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.