"Ráðlögðu" fólki lán en veðjuðu á veikingu

Hið rétt er auðvitað að fólki var RÁÐLAGT að taka erlend lán þótt vitað hafi verið í tvö ár áður en hrunið varð að krónan væri allt of hátt skráð. Það var því vitað að krónan myndi falla þótt ekki væri vitað nákvæmlega hvenær.

Þegar þetta er tekið saman þá er augljóst að um vítavert athæfi er að ræða. Þá er bara spurningin hvort þessi glæpur sé þess eðlis að hægt sé að kæra og fá bættan.


mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mér finnst athyglisvert í þessu er spurningin, lærði fólk virkilega ekkert þegar bankarnir og verðbréfamiðlarar ráðlögðu fólki að taka lán til að kaupa hlutabréf í kringum 2000? Hefur fólk virkilega ekki betra minni en þetta? Hversu margir koma til með að muna eftir myntkörfulánakrassinu eftir 5-10 ár þegar næsta æði skellur á?

Gulli (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:32

2 identicon

Allir við almennu borgarar og neytendur sem vorum svikin með gengislánum: Látum ekki svindla á okkur.  Kynnum rétt okkar í heimasíðu bæði Neytendastofu (neytendastofa.is) og Talsmanns Neytenda (tn.is).  Hefjum hópmál gegn svindlurunum.

EE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:47

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég er hrædd um að það sé ekki hægt að kæra þennan glæp á viðskiptavinunum bankans. Lögin okkar eru svo ósköp ófullnægjandi. Þetta er eins og svo margt annað sem hefur gerst í viðskiptamálunum löglegt en siðlaust.

Úrsúla Jünemann, 12.1.2009 kl. 10:50

4 identicon

Gulli, athugaðu að það var kannski ekki sama fólkið sem var svikið i den og sem var svikið núna með gengislánum.  Og ólíklegt.  

EE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:56

5 identicon

Gengislánin voru líka bílalán.  Og ekki endilega af neinum dýrum bílum og jeppum. Og flugu upp langt yfir verð bílsins.

EE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 12:07

6 identicon

Þorsteinn Tómas,

FÓLKIÐ RÆÐUR HVORT ÞAÐ KÆRIR EÐA EKKI.  RÍKIÐ RÆÐUR ENGU UM ÞAÐ.  OG HVAÐA HAGUR ER ÞAÐ FYRIR ÞIG AÐ VERJA SLÍK SVIK? 

EE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:20

7 identicon

Nei, það bara stenst ekki Þ.T.  Bílalánafyrirtæki villtu um fyrir fólki og gáfu kolrangar upplýsingar um jafnar greiðslur.  Það er ólöglegt að villa um fyrir neytendum.  Það voru heldur ekki bara bankarnir sem seldu gengislán.   Afborganir af vísitölutryggðum lánum fljúga ekki upp um 130% á 15 mánuðum eins og gengislán sums fólks hafa gert (Yen).  Og skaðinn skeður.  Fólk þurfti að koma upp með óvæntar og fáránlegar fjárhæðir.   Og kannksi lækkar gengið ekkert. 

EE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:10

8 identicon

Það er ekkert að því að bankarnir veðji gegn krónunni en veiti fólki lán í annarri mynt á meðan. En ef starfsmenn bankans hafa vísvitandi logið því að fólkinu að þeir væru ekki að taka stöðu gegn krónunni þá ætti auðvitað að vera hægt að kæra þá. Ég get ekki séð hvað stæði fyrir því að einstaklinar höfðuðu einkamál gegn bönkunum.

Tóti (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:20

9 identicon

Og Þ. T. 

 Virðingarfyllst: En ég bað ekki um svar.  Og líka: Bílar hafa ekki hækkað eins hratt og lán í jenum.  Ekki í líkingu.   

EE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband