29.5.2009 | 00:20
Er þetta samsæri?
Alltaf þegar stefnir í að það geti orðið neikvæðir vextir sem hefði í för með sér lækkun á höfuðstól skulda heimilanna þá koma inn hækkanir frá Ríkinu og sveitarfélögunum!!!! Er þetta gert með vilja til að styrkja nýju bankana? Er þetta eitthvað af því sem AGS hefur verið að fara fram á? Að þjóðinni sé haldið niðri í skuldafeni?
Það virðist vera að það sé enn á ný verið að hygla lánveitendum á kostnað lántakenda. Áhættan skal alltaf vera okkar megin! Nú, aldrei sem fyrr er ég farinn að trúa á samæriskenningar og þessar ganga hreinlega út á það að það þarf að sýna það og sanna að Íslendingar geta ekkert haft það betra en aðrar þjóðir. Við eigum bara að halda kjafti og éta það sem úti frís og er í boði AGS.
Það virðist vera að það sé enn á ný verið að hygla lánveitendum á kostnað lántakenda. Áhættan skal alltaf vera okkar megin! Nú, aldrei sem fyrr er ég farinn að trúa á samæriskenningar og þessar ganga hreinlega út á það að það þarf að sýna það og sanna að Íslendingar geta ekkert haft það betra en aðrar þjóðir. Við eigum bara að halda kjafti og éta það sem úti frís og er í boði AGS.
Áfengi og eldsneyti hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tengslasafn
Ýmislegt
-
Uppáhaldsmyndir
Uppáhalds myndirnar mínar
Flickr Uppáhald -
Náttúra
Uppáhalds náttúru myndirnar mínar
Flickr Gunnsi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skítt með þessa ríkisstjórn, ég er ekki mesti pólitíkus á þessu landi, en maður þarf ekki að vera snillingur til að sjá hvað er í gangi og maður þarf ekki að vera stærðfræðingur til að reikna út þessar tölur.
Skítt með þetta land það er kominn tími til að við förum að gera eitthvað í málunum að mínu mati - við Íslendingar erum andskoti snjallir og ræðulist okkar er mjög öflug en við tölum aðeins of mikið og gerum ekkert.
Björgvin (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:46
Samsæris kennigar, eru í mínum og mörgum öðrum augum Samsæris staðreindir!!
Skoðaðu bara málið, og þú munt verða sanfærður...
Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 04:01
Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.
Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.
Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..
Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 05:31
Sko, þú skalt nú bara þakka fyrir samstarf AGSs, félagi og bróðir. Mín eigin skoðun er að bankastarfssemi sé í eðli sínu rotin inn að beini, en AGS er ekki óvinur okkar í þessu máli, heldur okkar eigin bankar. Við verðum að borga þessar skuldir sama hvað tautar og raular, vegna þess að við urðum að taka á okkur skuldirnar, vegna þess að bankarnir voru svo skelfilega, hryllilega og bókstaflega ólýsanlega ábyrgðarlausir, enda flestir í fjárhagsvanda sjálfir. Björgúlfsfeðgar og Baugsfeðgar græddu ekkert á þessu hruni, get ég sagt þér, enda héldu þeir að partýið gæti gengið endalaust sem allir með nokkurt vit á efnahagsmálum vissu að gæti ekki verið, jafnvel fáfróðir aumingjar eins og ég.
Allavega. AGS er ekkert góð stofnun frekar en aðrir bankar, en fjandinn hafi það, veistu hvar við værum án AGS núna? Í hungursneyð og lyfjaskorti. Þetta er það alvarlegt, það munaði engu að það yrði mjög raunverulegt vandamál eftir hrunið. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta hefur raunverulega afleiðingar og ef við hefðum ekki AGS landið beinlínis og bókstaflega ekki byggilegt lengur vegna þess að við höfum ekki mat nema fyrir sirka 50% af þjóðinni og innlend lyfjaframleiðsla kæmist ekki nálægt nauðsynlegri eftirspurn.
Hugsaðu aðeins út í hvað það þýðir að skera einfaldlega á viðskipti við öll önnur lönd. Það varð mjög raunverulegur möguleiki á tímabili og AGS er ein af ástæðunum, viðbjóðsleg stofnun eins og hún nú er, fyrir því að við getum ennþá verslað við útlönd yfirhöfuð. Án viðskipta við útlönd er landið dauðadæmt.
Kominn tími á smá reality check á Íslendinga sýnist mér, með fullri virðingu.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.