17.11.2010 | 22:53
Skemmtilegar pælingar
Eftir lestur Eiríks sögu rauða hef ég verið að velta því fyrir mér hvað þeir gerðu við indíánabörnin sem þeir tóku með sér og kenndu íslensku. Þetta var að mig minnir í sömu ferð og þeir fundu einfætingalandið, þ.e. land þeirra sem eru einfættir. Ég var reyndar mjög skeptískur á þennan fund eins og gefur að skilja en eftir að ég fann greinar um ýmsa þjóðflokka indíána Norður Ameríku finnst mér eins og ég hafi fundið skýringuna á þessu. Blackfoot þjóðflokkurinn átti það til að mála fætur dýra og manna. Annan fótinn rauðan og hinn svartan. Hvernig lítur einstaklingur út í fjarlægð sem hleypur inn í skóginn málaður á þennan hátt. Ég er ekki frá því að fyrir mörgum geti hann litið út sem einfættur! :-) Blackfoot þjóðflokkurinn er frá Delaware, fyrir sunnan New Jersey en það er u.þ.b. svo langt sunnarlega sem ég hef heyrt að talið sé að leiðangrarnir frá Grænlandi voru.
Það er margt í Íslendingasögunum sem virkar við fyrstu sýn eins og algert bull en oftast á það sér eðlilegar skýringar. Ég er því á þeirri skoðun að við eigum að trúa upplýsingum um landafundi og indíána sem hafa verið fluttir til okkar heima.
Amerískir indíánar til Íslands árið 1000? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tengslasafn
Ýmislegt
-
Uppáhaldsmyndir
Uppáhalds myndirnar mínar
Flickr Uppáhald -
Náttúra
Uppáhalds náttúru myndirnar mínar
Flickr Gunnsi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.