22.5.2012 | 13:50
Hverjir eru í framboði
Af þeim sem efstir eru í framboði til forseta Íslands er valið auðvelt fyrir mig. Þar er einnig maður á ferðinni sem getur staðið í færustu fréttaspyrlum heims án þess að hafa í eyranu Gúglandi og/eða fróða menn í bakherbergi.
Ég hef heyrt skrítnar raddir eins og: Er hann ekki búinn að vera nógu lengi? Þjóðarleiðtogi og sameiningartákn sem stendur sig vel er aldrei búinn að vera of lengi. Ekki eyðileggjum við góðan veg ef hann er ennþá góður þótt gamall sé!
Margir hinna frambjóðandanna eru einnig góðir valkostir. Ari Trausti, hann væri líklega mjög fínn í þetta starf. Þóra eflaust líka en hún má alveg bíða í svosum átta ár eða svo eða þar til hún hefur öðlast reynslu af lífinu.
Það er mikið rætt um að forsetinn eigi ekki að vera pólitískur. Ólafur var svo sannarlega pólitískur enda formaður stjórnmálaflokks en að mínu mati hefur hann sýnt það og sannað að hann er ekki að hygla einum flokki umfram annan. Hans pólítík er fólksins. Hann hefur t.a.m. notað neitunarvald sitt á móti fyrrverandi samflokksmönnum sínum sem sýnir okkur að honum er vel treystandi sem "ópólitískum" forseta sem fer eftir vilja fólksins í landinu.
Aðrir frambjóðendur eru einnig mjög frambærilegir en af hverju að skipta þegar við höfum þennan reynslubolta í alþjóðasamskiptum, mann sem hugsar um hag þjóðarinnar og vill halda vörð um hagsmuni fólksins í landinu.
Þóra, bíddu aðeins! og þið hin, Ólafur er ekki kominn á tíma.
Ég hef heyrt skrítnar raddir eins og: Er hann ekki búinn að vera nógu lengi? Þjóðarleiðtogi og sameiningartákn sem stendur sig vel er aldrei búinn að vera of lengi. Ekki eyðileggjum við góðan veg ef hann er ennþá góður þótt gamall sé!
Margir hinna frambjóðandanna eru einnig góðir valkostir. Ari Trausti, hann væri líklega mjög fínn í þetta starf. Þóra eflaust líka en hún má alveg bíða í svosum átta ár eða svo eða þar til hún hefur öðlast reynslu af lífinu.
Það er mikið rætt um að forsetinn eigi ekki að vera pólitískur. Ólafur var svo sannarlega pólitískur enda formaður stjórnmálaflokks en að mínu mati hefur hann sýnt það og sannað að hann er ekki að hygla einum flokki umfram annan. Hans pólítík er fólksins. Hann hefur t.a.m. notað neitunarvald sitt á móti fyrrverandi samflokksmönnum sínum sem sýnir okkur að honum er vel treystandi sem "ópólitískum" forseta sem fer eftir vilja fólksins í landinu.
Aðrir frambjóðendur eru einnig mjög frambærilegir en af hverju að skipta þegar við höfum þennan reynslubolta í alþjóðasamskiptum, mann sem hugsar um hag þjóðarinnar og vill halda vörð um hagsmuni fólksins í landinu.
Þóra, bíddu aðeins! og þið hin, Ólafur er ekki kominn á tíma.
Átta nýir árgangar kjósa forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tengslasafn
Ýmislegt
-
Uppáhaldsmyndir
Uppáhalds myndirnar mínar
Flickr Uppáhald -
Náttúra
Uppáhalds náttúru myndirnar mínar
Flickr Gunnsi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér. Enda fær Ólafur mitt atkvæði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 17:11
Það eru örugglega MARGIR sem taka heils hugar undir þetta hjá þér Gunnsi......
Jóhann Elíasson, 22.5.2012 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.