22.10.2012 | 17:12
All skiljanlegt
Það finnst mér óviðeigandi að benda á að torfhús á landinu séu að grotna niður til þess eins að setja út á byggingu þessa tilgátuhúss. Það má þá einnig benda á að ef hætta á við allt núna og Þorláksbúð rifin mun það bæta við kostnaðinn. Eru ekki önnur og annarlegri sjónarmið hér á ferð.
Halda mætti að hér væri eitthvert prófmál í gangi hvort erfðaréttur arkitekta hafi einnig lögsögu yfir nábýli á byggingarreit. Er ekki nóg að arkitekt hafi leyfi til afskipta af breytingum á húsnæðinu sjálfu að sá réttur erfist ekki til nánustu ættingja. Er ekki einum of langt gengið að skipta sér af því hvort meira sé byggt.
Ef engu má breyta, hefði þá ekki átt að grafa upp útlit kirkjunnar frá miðöldum og hindra það að núverandi kirkja væri byggð?
Ég mótmæli því að höfundaréttur á byggingum gangi langt út fyrir bygginguna sjálfa og mótmæli því einnig að slíkur höfundaréttur geti gengið í erfðir.
Þorláksbúð fer vel þar sem hún er og ef eitthvað er, þá bætir hún umhverfið og kirkjubygginguna.
Er Þorláksbúð sögufölsun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tengslasafn
Ýmislegt
-
Uppáhaldsmyndir
Uppáhalds myndirnar mínar
Flickr Uppáhald -
Náttúra
Uppáhalds náttúru myndirnar mínar
Flickr Gunnsi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.