Valdapólar

Um daginn heyrði ég hluta af viðtali við konu en ég heyrði ekki hvað hún heitir. Ég er ekki frá því að hún hafi verið sagnfræðingur eða stjórnmálafræðingur.
Hvað um það, það sem hún sagði var að vegna kreppunnar væri valdajafnvægi í heiminum að breytast líkt og það gerðist milli heimsstyrjaldanna. Það hafði þau áhrif þá að valdapólarnir breyttust og óstöðugleiki skapaðist sem varð til þess að stríð braust út. Þetta gæti gerst aftur nú ef t.d. USA missir töglin og hagldirnar í Evrópu og í Asíu.
Við sjáum vel hvað er að gerast nú, 185 ríki vilja aflétta viðskiptabanni meðan það eru þrjú sem vilja halda því áfram. Það er einungis valdið sem heldur viðskiptabanninu gangandi, peningavaldið. Og nú þegar USA rambar á barmi gjaldþrots þá munu þeir missa þessi völd. Rússar eru líka að tapa fé í tonna tali. Kúba mun fá að njóta sín aftur en því miður þá bendir allt til þess að fleiri hlutir gætu gerst á sama tíma, þ.e. enn ein heimsstyrjöldin. Það hefði auðvitað mátt afstýra þeim möguleika ef komið hefði verið fram við aðra með virðingu en ekki endalausum yfirgangi, hernaðarbrölti og þjóðnýtingu á olíulyndum fyrir þá sjálfa.
Hvernig standa Arabar og olíufurstarnir núna? Eru þeir að tapa fé? Verður annar valdapóll?
Nú er mál að passa sitt og veðja ekki á rangan hest. Hættum að elta stórveldi sem eru óréttlát bæði við aðrar þjóðir og einnig lítilmagnann í eigin landi. Stofnun bandalags norrænna þjóða þar sem menntun og mannvirðing hefur verið efst á baugi er rökrétt næsta skref í heimspólitíkinni. Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Færeyjar, Álandseyjar, Grænland og Kanada. Allar þessar þjóðir hafa verið ofarlega á lista yfir góðan efnahag, góða menntun, jafnrétti, jöfnuð og minnstu spillinguna.
Svona þjóðabandalag getur komið miklu til leiðar og er góð fyrirmynd fyrir því hvernig heimurinn getur litið út. Við getum líka í krafti þess haft áhrif til friðar í heiminum.
Má vera að þetta sé frekar draumkennt hjá mér en þetta er það sem ég tel að sé það sem við ættum að beita okkur fyrir.


mbl.is SÞ vill aflétta viðskiptabanni á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 575

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband