Ásar í erminni

Vorum við ekki með einhverja ása uppi í erminni?
Hvernig stendur á því að "samningar" nást í þessarri deilu þegar allt virðist halla á annan aðilann? Þurftum við virkilega láta kúga okkur?
Ég get einfaldlega ekki trúað því á íslensk stjórnvöld að þau hafi samþykkt þetta án þess að hafa fengið eitthvað bitastætt í staðinn. Er þetta kannski enn einn feluleikurinn og hrossakaupin sem þjóðin fær ekki að frétta af fyrr en eftir dúk og disk. Fylgjumst með fréttum í útlöndum sem aldrei fyrr og þá kannski sjáum við hvað ríkistjórnin gerði.


mbl.is Fagna árangri í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er þetta "samkomulag" ekki bara það sem búið er að halda fram frá byrjun þessarar deilu. Geir er margoft búinn að segja það opinberlega að Ísland muni standi við þessar skuldbindingar, þ.e. að tryggja upp að þessari fjárhæð.

Bretarnir hafa verið í deilum við okkur þar sem við tryggjum ekki allar inneignir eins og gert er fyrir Íslendinga. (m.v. fréttaflutning síðustu vikna) 

Er þetta ekki bara fjölmiðlaleikur hjá Brown og félögum til þess að sýnast hafa náð einhverjum árangri heimafyrir?? Eða höfum við verið að reyna forðast þessa lágamarksskuldbindingu frá upphafi, og Geir (og ríkisstjórning öll) búin að ljúga upp í opið geðið á okkur varðandi þetta mál??

Spurning... (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:03

2 identicon

Nú vantar bara að ríkisstjórnin opinberi að hún "samdi" líka um að íslenskir sparifjáreigendur fengju aldrei meira en EUR 20.887 pr. innstæðureikning - svo jöfnuðar sé gætt.

Capo di tutti capi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 607

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband