1.4.2009 | 12:36
Gengisbreytingar - ársfjórðungsuppgjör
Ég er ekki viss um að krónan sé í frjálsu falli bara vegna viðskipta fyrir utan kerfið. Það er of mikil tilviljun að mínu mati að þetta komi upp bara núna fyrir mánaðarmótin. Þessi verslun hefur verið allan tímann. Hins vegar er núna ársfjórðungsuppgjör bankanna og um leið og 1. apríl kemur upp þá styrkist gengið aftur. Þetta hefur verið svona undanfarið ár og þótt svo að bankarnir séu nú í eigu ríkisins þá þurfa þeir samt að sýna hagnað og gera það á þennan hátt. Hefur þetta alveg gleymst í umræðunni?
Herða á gjaldeyrishöftin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tengslasafn
Ýmislegt
-
Uppáhaldsmyndir
Uppáhalds myndirnar mínar
Flickr Uppáhald -
Náttúra
Uppáhalds náttúru myndirnar mínar
Flickr Gunnsi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held ég verði að vera þér sammála um þetta.
Sjá comment:
http://villagunn.blog.is/blog/villagunn/entry/842984/#comments
Haukur (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:56
Síðustu vikur hafa sprottið upp eins og gorkúlur
"fiskmiðlarar" sem hafa gerst milliliðir
milli útflytjenda og kaupenda þar sem samið er um
verð í krónum oftast er miðað við eurisk ábilinu
190-200. Miðlari afhendir síðan útflytjenda í krónum
fær sjálfur eur sem síðan eru seldar á erlendum markaði
fyrir 220-230. Þessi gjaldeyrir kemur aldri heim
og óhætt er að segja að um verulegar fjárhæðir er
að ræða. Þetta er skýringin á veikingu krónunnar ekki eitthvað
fix hjá bönkunum.
Brynjólfur Harald Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:13
Takk fyrir þetta Binni!
En hvernig stendur á því að þetta er fyrst að koma upp núna og gjaldeyrishöftin hafa verið í nokkra mánuði!?
Gunnar Þór Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 00:23
Erfitt að segja en helsta ástæðan er sú að fyrstu tvo mánuði ársins var verð á eurisk erlendis á bilinu 195-210 meðan verðið hér var 160-170. Síðan styrktist krónan hér heima (aðallega vegna inngripa SÍ) og fór á tímabili undir 145 á meðan verðið erlendis fór í hina áttina þ.e. 230+. Um ástæðu þess að þrónunin fór í sitthvora áttina get ég ekki tjáð mig en við þessar aðstæður var kominn góð gróðavon fyrir aðila sem ekki víla fyrir sér að beygja reglur aðeins sér í hag. Í mörgum tilfellum vissi ég af útflytjendum sem hreinlega áttu erfitt með að selja vöru sína á markaði erlendis ef þeir ekki voru tilbúnir að fara þessa leið vegna þess að þeir aðilar sem notuðu þessa aðferð voru farnir að undirbjóða á markaði sem gerði þeim "heiðarlegu" erfitt fyrir. Undirboð voru auðveld fyrir þá þar sem þeir síðan gátu selt á eurisk 220-230 og stórgrætt þó búið væri að lækka verðið í eur. Þeir "heiðarlegu" hefðu semsagt þurft að taka á sig 5-15% lækkun í eur og komið með þær eur heim og selt á "lága" verðinu. Alls ekki gott. Og þetta var komið á það stig undir það síðasta að stefndi á að allir myndu nota þessa aðferð hreinlega til að lifa af á markaði. Því voru þessi lög á Alþingi sem sett voru í vikunni hreinlega nauðsynleg.
Binni (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:28
Ber er hver að baki nema bróður eigi! :-)
Gunnar Þór Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.