31.10.2008 | 16:04
Fjölmiðlafár
Undanfarið hafa fjölmiðlar blásið upp kreppuna svo mikið að hún lendir í bakinu á þeim sjálfum.
Þegar allir tala um kreppuástand og að allt sé að fara fjandans til þá fara allir að halda að sér höndum. Þegar við svo öll höldum að okkur höndum þá stöðvast hjól atvinnulífsins og alvöru kreppa skellur á. Ég er ekki með þessu að segja að það sé ekki kreppa, ég er heldur ekki að segja að við eigum að eyða um efni fram, ég tel það skipta mestu máli að halda ótrauð áfram. Ekki nota tækifærið nú til að hagræða í rekstri þannig að það bitni á launafólki. Það finnst mér lélegur pappír þegar mörg fyrirtæki nota sér kreppuna til að segja upp fólki til þess eins að ráða ódýrara starfsfólk seinna. Því af nógu er að taka. Úrvalið eykst með degi hverjum.
Það er auðvelt reikningsdæmi að ef við höldum áfram að selja okkar vinnu og kaupa af öðrum að sami hundraðkallinn marg nýtist. Ef aftur á móti hundraðkallinn er tekinn úr umferð með því að fólk haldi að sér höndum þá verður það engum til góðs.
Höldum því áfram eins lengi og við getum að lifa eðlilegu lífi.
Við þessu er einnig að bæta að fjölmiðlamenn hafa talað um að almenningur sé brjálaður út í hina og þessa útrásarmenn eða stjórnmálamenn. Þetta er bara ekkert rétt. Almenningur er reiður út í ástandið og það hjálpar engum að vera að benda út í loftið til að elta uppi sökudólga.
Starfshópur fjalli um stöðu fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2008 | 00:12
Á Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu
Auðvelt væri fyrir félagshyggjuna að komast að og skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum. Svarið skoðanakönnunni hér til hliðar.
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008 | 23:41
Valdapólar
Um daginn heyrði ég hluta af viðtali við konu en ég heyrði ekki hvað hún heitir. Ég er ekki frá því að hún hafi verið sagnfræðingur eða stjórnmálafræðingur.
Hvað um það, það sem hún sagði var að vegna kreppunnar væri valdajafnvægi í heiminum að breytast líkt og það gerðist milli heimsstyrjaldanna. Það hafði þau áhrif þá að valdapólarnir breyttust og óstöðugleiki skapaðist sem varð til þess að stríð braust út. Þetta gæti gerst aftur nú ef t.d. USA missir töglin og hagldirnar í Evrópu og í Asíu.
Við sjáum vel hvað er að gerast nú, 185 ríki vilja aflétta viðskiptabanni meðan það eru þrjú sem vilja halda því áfram. Það er einungis valdið sem heldur viðskiptabanninu gangandi, peningavaldið. Og nú þegar USA rambar á barmi gjaldþrots þá munu þeir missa þessi völd. Rússar eru líka að tapa fé í tonna tali. Kúba mun fá að njóta sín aftur en því miður þá bendir allt til þess að fleiri hlutir gætu gerst á sama tíma, þ.e. enn ein heimsstyrjöldin. Það hefði auðvitað mátt afstýra þeim möguleika ef komið hefði verið fram við aðra með virðingu en ekki endalausum yfirgangi, hernaðarbrölti og þjóðnýtingu á olíulyndum fyrir þá sjálfa.
Hvernig standa Arabar og olíufurstarnir núna? Eru þeir að tapa fé? Verður annar valdapóll?
Nú er mál að passa sitt og veðja ekki á rangan hest. Hættum að elta stórveldi sem eru óréttlát bæði við aðrar þjóðir og einnig lítilmagnann í eigin landi. Stofnun bandalags norrænna þjóða þar sem menntun og mannvirðing hefur verið efst á baugi er rökrétt næsta skref í heimspólitíkinni. Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Færeyjar, Álandseyjar, Grænland og Kanada. Allar þessar þjóðir hafa verið ofarlega á lista yfir góðan efnahag, góða menntun, jafnrétti, jöfnuð og minnstu spillinguna.
Svona þjóðabandalag getur komið miklu til leiðar og er góð fyrirmynd fyrir því hvernig heimurinn getur litið út. Við getum líka í krafti þess haft áhrif til friðar í heiminum.
Má vera að þetta sé frekar draumkennt hjá mér en þetta er það sem ég tel að sé það sem við ættum að beita okkur fyrir.
SÞ vill aflétta viðskiptabanni á Kúbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 10:26
Det er bara dejligt
Gaman að heyra góðar fréttir!
Ég varð klökkur við lestur þessarar fréttar.
Það eru alltaf einhverjir sem hlakka yfir óförum okkar en þarna sé ég Danina eins og ég þekki þá. Hjálpsamir og æðrulausir. Gleymum því ekki að það eru tugþúsundir Íslendinga sem hafa lært í Danmörku og eru flestir þeirra landinu til sóma og það vita Danirnir. Þeir þekkja okkur af eigin raun og þykir leitt að sjá hvernig er komið fyrir okkur.
Takk, takk og aftur takk!
Neyðaraðstoð fyrir Íslendinga í Óðinsvéum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 19:42
Breyttir tímar
Þegar menn vilja, hver sem ástæðan er, klifra niður úr fílabeinsturnunum og fá "sanngjarnari" laun þá er það til marks um það að þeim langar þegar allt kemur til alls að búa í sátt og samlyndi við okkur hin.
Ekkert nema gott um þetta að segja.
Frábært hjá þér Finnur. Vonandi verður þetta öðrum til eftirbreytni.
Bað um launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 15:14
Prik eða strik
Það gildir því ekki í þessu tilfelli að meiri ábyrgð (ef einhver er) eigi að skila sér í hærri launum.
Það er því prikið sem er tekið fram yfir strikið í ákvörðun launa bankastjóranna.
Bankastjóri Glitnis með 1750 þúsund í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 13:12
Ég sá flottan bíl
Hvernig er þetta hægt? Er þetta ekki hreinn og klár þjófnaður?
Bretar selja eignir Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 14:20
Hinir viljugu
Það finnst mér mjög gott að sjá að sérfræðingar í mannrétindamálum setja út á gerðir breskra stjórnvalda. Kannski lærir líka heimurinn af þessu hversu vitlausar þessar "opnu" löggjafir eru og auðvelt að misnota.
Gott dæmi um misnotkun laga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 14:09
Lúður
Ætli það gæti gert gagn?
Hekla getur gosið hvenær sem er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 13:54
Hvað ætlar nefndin að gera?
Er það kannski svo að við erum notuð sem tilraunadýr í hagfræði. Sjáum nú hvað gerist ef við gerum ekkert fyrir þessa, þetta eru bara 300.000 manns og með allt of stóra banka!!!!
Fundur boðaður á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tengslasafn
Ýmislegt
-
Uppáhaldsmyndir
Uppáhalds myndirnar mínar
Flickr Uppáhald -
Náttúra
Uppáhalds náttúru myndirnar mínar
Flickr Gunnsi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar