Ekkert umboð

70% þjóðarinnar eru 70% þjóðarinnaer en það breytir því ekki að svona fundur hvort sem á honum eru 2.500 manns eða 10.000 manns þá hefur hann bara alls ekkert umboð til að gera eitt né neitt. Ég er á því að það eigi að kjósa í vor en það er alveg rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að segja að fundurinn geti ekki talað fyrir hönd þjóðarinnar.

Að halda öðru fram er í raun jafn vitlaust og þegar sendinefnd frá múslimaríki nokkru kom í heimsókn til alþingis Íslendinga fyrir nokkrum árum og þeir voru spurðir af hverju konur þar í landi hefðu ekki kosningarétt. Svarið var einfalt. Það var fellt í lýðræðislegri kosningu. Það sást greinilega að næstum allir (ég sá bara eina hönd upprétta á móti) þarna voru á því að kjósa strax og bara það segir okkur að þetta var ekki þverskurður af þjóðinni því skv. skoðanakönnunum ættu það að vera 70%.

Fundurinn í gær var ágætur um margt en ég var frekar ósáttur með fundarstjórnina. Þarna töluðu frummælendur allt of lengi. Spurningum var hrúgað á stjórnmálamennina og þeim gefinn allt of knappur tími til að svara. Fundarstjóri var með frammíköll þegar var verið að svara spurningum og reyndi með því að gera lítið úr svörunum.

Batnandi fólki er best að lifa og er það að mínu mati niðurstaða fundarins. Við verðum að vera bjartsýn á framhaldið og að alþingismönnum og almenningi verði leyft að fylgjast betur með.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð vex

Davíð enn við völd
þokan köld
Jón Ásgeir ekki meir
bognar reir
Þessi óöld
aldrei meir


mbl.is Segir sig úr fleiri stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engibjörg í breyttum vinnuaðferðum

Mér finnst virkilega leiðinlegt að sjá hvernig Ingibjörg hefur gleymt hvaða vinnubrögð skila mestum og bestum árangri. Í þá tíð sem Ingibjörg var í borgarmálunum þá var alltaf hægt að ræða við minnihlutann um málin og ná þannig fram bestum árangri. Þessar vinnuaðferðir ætlaði hún að taka með sér á þing en virðist hafa steingleymt eða hlustað of mikið á þá bláu sem aldrei hafa viljað ræða um eitt né neitt og með því valtað yfir Alþingi undanfarin ár.

Löng er sú bláa hönd er færir okkur í vistarbönd.
Valkyrjur og einkavinavæðingar verða okkur að falli
Fagurgali og fégræðgi færa okkur undir önnur lönd
Landið undir óstjórn þótt hrópi almenningur og kalli.

Mundu það hæstvirtur utanríkisráðherra að það er engin björg fyrir okkur í breyttum vinnuaðferðum Ingibjörg. Talaðu við stjórnarandstöðuna og fáðu hana á þitt band!


mbl.is Sakar ráðherra um óheilindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Loksins fær alþingi að koma að málunum.
En er það bara ekki allt of seint?
mbl.is Þingsályktunartillaga um IMF-samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásar í erminni

Vorum við ekki með einhverja ása uppi í erminni?
Hvernig stendur á því að "samningar" nást í þessarri deilu þegar allt virðist halla á annan aðilann? Þurftum við virkilega láta kúga okkur?
Ég get einfaldlega ekki trúað því á íslensk stjórnvöld að þau hafi samþykkt þetta án þess að hafa fengið eitthvað bitastætt í staðinn. Er þetta kannski enn einn feluleikurinn og hrossakaupin sem þjóðin fær ekki að frétta af fyrr en eftir dúk og disk. Fylgjumst með fréttum í útlöndum sem aldrei fyrr og þá kannski sjáum við hvað ríkistjórnin gerði.


mbl.is Fagna árangri í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðafjármálafellibylur

Gátu bankarnir fengið tryggingu fyrir áhlaupi alþjóðafjármálafellibyls eins og Geir kallaði það? Landsbankinn reyndi að fá fyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum. Ef hann hefði fengið hana þá væri þetta ekki svona svart í dag.
mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spörum bensínið

Lögreglan hefur þurft að spara mikið undanfarið þar sem bensínverð hefur haft áhrif á löggæslu. Það er auðvitað fáránlegt að lögreglan þurfi að taka mið af heimsmarkaðsverði á olíu þegar gerðar eru áætlanir um löggæslu.
Ég mæli með því að lögreglan taki upp fyrri iðju og kæfi strax í fæðingu ölvun á almannafæri. Það leyfist ekki í höfuðborgum Evrópu að vera ölvaður á almannafæri og allra síst að vera með skrílslæti. Af hverju í ósköpunum ætti það að líðast hér?
Lögreglan á því að spara bensínið og hafa fleiri gangandi á vakt á kvöldin um helgar. Senda strax fólk heim til sín sem er drukkið.

mbl.is Hnífsstunga og erill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hlær best ....

Þetta ástand hjá þeim kemur fyrst og fremst vegna þess að alþjóðasamfélagið hefur ekkert traust til stjórnvalda á staðnum eftir allt það sem á undan er gengið. Þjóðnýtingar o.fl. í þá veru.
Það sama virðist vera uppi á teninginum hjá okkur Íslendingum. Alþjóðasamfélagið treystir okkur ekki lengur. Við þurfum að hreinsa til í okkar eigin garði, rífa bjálkann úr augunum og setja menntað fólk í áhrifastöður í stað pólítísk ráðinna.
mbl.is 230 milljón prósent verðbólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta hægt?

Í heimi þar sem allt er rekjanlegt og fylgst með öllum okkar gjörðum, hvernig er þá hægt að svindla í gegnum símanúmer? Hver er að svindla þarna? Er það símafyrirtækið sjálft? Ef þú hringir í númer, hvernig er þá hægt að stela af þér án aðstoðar símafyrirtækisins sem hringingin fer í gegnum?
Fræðið mig, ég er bara rafmagnstæknifræðingur og kann greinilega ekki á svona svikamyllur!


mbl.is Svikahringingar í gsm-síma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki opinberra starfsmanna

Það verður ekki fyrr en stjórnmálamenn hætta að hafa áhrif á ráðningar opinberra starfsmanna að almenningur getur verið viss um að það sé ekki maðkur í mysunni. Væntanlega verða litlar breytingar í þá veru fyrr en búið er að yngja all verulega upp í flokkunum og skipta út stjórnmálamönnum í opinberum stöðum fyrir sérfræðinga.
Við búum í samfélagi þar sem allir hafa sama rétt til náms en misjafna til vinnu. Látum hæfileikana ráða, látum einnig alla sitja við sama borð þegar kemur að því að velja opinbera starfsmenn.
mbl.is Sakar ekki ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Gunnar Þór Gunnarsson
Gunnar Þór Gunnarsson
SeasonTours - Árstíðaferðir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...logo722x200
  • ...logo660x200
  • ...ogo1000x300
  • SeasonTours Logo
  • ...reykjavikii

Tengslasafn

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband